25.07.2007 23:33

5 mánaða gutti

Hæ hæ og halló



Já það er sko margt búið að gerast síðustu daga. Fórum í 5 mánaða skoðun í síðustu viku og það var sko bara rosa gaman. Alexander stækkar ekkert smá þessa dagana er orðinn 68 cm og 7,9 kg!!!! Sem þýðir að hann þyngdist umm 1,5 kg á 4 vikum, geri aðrir betur Brynja ljósmóðir var rosalega ánægð með hann og sagði að hannn væri bara alveg fullkominn. Mömmunni á heimilinu kveið svoldið fyrir þessari skoðun því það átti að sprauta hann en Alexander er svo sterkur strákur að það kom ekki einu sinni skeifa þegar hann var sprautaður!! 
Við erum á fullu í ungbarnasundi núna og það gengur rosalega vel. Mætum til hans Snorra tvisvar í viku og gerum fullt af æfingum, við foreldrarnir höfum líka alveg jafn gaman af þessu og sá stutti. Maður tekur strax eftir því hvað sundið hefur góð áhrif á hann, hann er að styrkjast rosalega vel á þessu og er næstum farinn að sytja sjálfur. Hann er farinn að velta sér og rúllar í hringi hérna á leikteppinu sínu, með smá ferðum út á gólfið en það fylgir víst aldrinum.
Jæja hef þetta ekki lengra í bili, endilega kíkið á allar nýju myndirnar
Bestu kveðjur úr Klapparhlíðinni

10.07.2007 19:49

Ungbarnasund

Hæ hæ

Jæja þá eru við loksins byrjuð í ungbarnasundi. Við fórum í sundlaugina hérna á Skálatúni, hún er nú bara nánast úti í garði hjá okkur þetta er svo nálægt. Fyrsti tíminn gekk rosalega vel og Alexander stóð sig eins og hetja. Snorri sagði að hann væri sko alver rosa klár miðað við að þetta var fyrsti tíminn hans  Kári komst því miður ekki með okkur, þurfti að vinna en hún Anna Lilja kom í staðin. Hún var ekkert smá dugleg að taka myndir af okkur, endilega kíkið á þær og haldið áfram að vera svona dugleg að kommenta

04.07.2007 12:16

Komin heim

Halló halló

Já við erum komin heim, sem er bara nokkuð gott. Við höfðum það alveg rosa gott fyrir norðan og það var alveg yndislegt að hitta alla. Guðný stórfrænka og Ægir fá auðvita alveg sérstakt knús frá okkur fyrir gistinguna En við náðum að slappa rosa vel af, Kári fór í golf og svo kíktu við auðvita inn á Akureyri. Við tókum auðvita alveg helling af myndum, endilega kíkið á þær

25.06.2007 23:52

Fjölskyldan í frí :)

Hæ og hó

Já við litla fjölskyldan erum á leiðinn í smá frí, ætlum að skella okkur norður til Ólafsfjarðar og slappa af þar. Það er sko kominn spenningur í okkur foreldrana, hitta alla þessu frábæru ættingja sem ég á þarna fyrir norðan og svo bara að komast í fjörðinn okkar, manni líður alltaf svo vel þar og kemur endurnærður til baka Á leiðinni norður ætlum við svo auðvita að stoppa hjá henni Sigrúnu sætu í sveitinni hennar, maður hálf skammast sín að vera ekkert búin að heimsækja hana.

En annars er bara allt gott að frétta af okkur, Alexander er alltaf jafn æðislegur og dafnar vel, maður sér hann stækka og þroskast með hverjum deginnum. Loksins fannst snuð sem hann vill taka og er bara orðinn algjör snuddukall sem við erum bara nokkuð ánægð með Ég skellti inn nokkrum myndum sem þið megið endilega skoða


En jæja við skellum inn myndum þegar við komum heim úr fríinu, ætlum sko að reyna að vera dugleg að taka myndir fyrir norðan

18.06.2007 20:29

Strax meira

Já nú eru þið hissa!! hehe....ákvað bara að skella inn nýjum myndum. Lísa var hjá okkur á laugardaginn og sunnudaginn og það var tekið svoldið mikið af myndum og auðvita var best að skella þeim bara beint á netið 


Endilega kíkið á myndirnar og haldið áfram að vera svona dugleg að kommenta, það er svo gaman að lesa það sem þið hafið að segja

16.06.2007 16:55

4 mánaða kútur

Halló öll

Ég biðst afsökunar á því hvað það er langt síðan við settum inn myndir en við bætum úr því með því að setja inn helling núna En annars höfum við það bara alveg rosa gott. Alexander Óli er 4 mánaða í dag og stækkar vel. Ég fór með hann í viktun í síðustu viku og þá var hann orðinn 6395 grömm....ekki slæmt. Hann er líka mjög duglegur að drekka og svo finnst honum grauturinn sinn sko ekki vondur
 Enda sjáði þið að hann er kominn með nokkuð myndarlegar bollukinnar

En annars er nú ekki mikið að frétta, við ætlum að skella okkur norður í endann á mánuðinum, Kári er að vinna svo mikið að það verður sko gott fyrir hann að fá smá frí, stefnum á að fara norður á miðvikudegi og svo fer það bara eftir veðri og öðru hvenar við nennum aftur heim

En jæja litli stubburinn er vaknaður og amma og afi í suðurás eru farin að bíða eftir okkur.....

30.05.2007 23:35

Halló öll     

Já það er bara komið sumar.....búið að vera nokkuð gott veður síðustu daga og mamman á heimilinu er bara að vona að sumarið sé komið. Annars er nú ekki margt að frétta. Litli stubburinn fékk að smakka graut í firsta sinn í síðustu viku og ég get sko sagt ykkur það að honum fannst það ekki slæmt, held að hann eigi eftir að hafa ágætis matarlyst


En nú er tími til að fara að sofa....góða nótt

22.05.2007 13:17

Hæ hæ

Jæja þá er guttinn orðinn þriggja mánaða. Fórum með hann í þriggja mánaða skoðun + sprautu í síðustu viku og það gekk bara rosa vel. Alexander er orðinn 5,5 kg og 61 cm!!! Hjúkkan var ekkert smá ánægð með hann, svo var læknir sem skoðaði það og ég get sagt ykkur að honum fannst það sko ekki leiðinlegt, er voða ánægður þegar hann fær svona mikla athygli. En annars gengur lífið hjá okkur bara rosa vel. Kári er að vinna svoldið mikið þessa dagana en það er allt í góðu, hann er svo duglegur þessi elska. Við Alexander njótum þess bara að vera heima og dunda okkur, kíkja í búðir og út að labba (er samt alls ekki nógu dugleg við það en það má alltaf bæta úr því) Á mánudaginn fórum við á mömmumorgunn í safnaðarheimilinu hérna, það var rosa gaman. Þar hittast mömmur með börnin sín og spjalla og leika, mjög sniðugt. Alexander Óli verður rosa spenntur þegar hann ser svona mikið af krökkum en það tók líka svoldið á að vera að skoða svona mikið svo litli kúturinn bara steinsofnaði í öllum látunum. En jæja litla átvaglið er farið að kalla svo það er best að hætta núna.....endilega skoðið myndirnar og verið dugleg að kvitta

15.05.2007 22:36

3 mánaða gutti

Úff hvað tíminn er fljótur að líða. Alexander Óli verður 3 mánaða á morgun!!!!! Ég á bara erfitt með að trúa því hvað þetta líður fljótt, hann er líka orðinn svo duglegur og mannalegur. Við förum með hann í 3 mánaða skoðun og sprautu á morgun og þá kemur í ljós hvort að hann er að þyngjast jafn vel og við höldum En jæja ég ætla bara að hafa þetta stutt í bili, set inn meiri fréttir næst, endilega skoðið allar nýju myndirnar og haldið áframm að vera svona dugleg að kommenta og kvitta í gestabókina, það er svo gaman að sjá hverjir eru að fylgjast með okkur

02.05.2007 11:47

Tími á fréttir

Já ég held sko að það sé kominn tími á smá fréttir! Það er nóg búið að gerast hjá okkur. Alexander Óli heldur áfram að stækka og dafna og þroskast, brosir, hlær, heldur höfði, hjalar og er mjög athugull. Honum finnst rosa gaman að liggja á teppinu sínu og skoða dótið sitt. Á mánudaginn kom hjúkrunarfr. hingað heim og viktaði hann og haldið ekki að minn sé bara orðinn 4,7kg sem þýðir að hann þyngdist um 700gr á 20 dögum  
Daginn sem Alexander varð 2 mánaða fór ég með hann til læknis, hann var búinn að vera með svo ljótt kvef að okkur fannst öruggast að láta hlusta hann. Það var mjög gott að við fórum með hann því læknirinn hérna í mosó heyrði eitthvað hljóð í öðru lunganu og sendi mig með hann upp á barnaspítala. Þar var tekið rosa vel á móti okkur, það voru teknar blóðprufur og svo var tekin rönkenmynd af lungunum, það kom svo í ljós að litli guttinn okkar var með kvef og hafði nælt sér í einhverja bakteríusýkingu ofaní þsð sem var að setjast á annað lungað, við voum samt heppin því að þetta var á svo miklu byrjunarstigin að vikuskammtur af pensilíni dugði til að laga þetta
Nú er svo komið að því að við foreldrarnir erum að hugsa um að skella okkur á djammið. Erum allavega komin með pössun 12 maí, eurovision+kosningar!! Hlakka til að kíkja aðeins út á lífið

en jæja best að halda áframm í mömmó


24.04.2007 14:01

2 mánaða kútur

Hæ hæ....ég var að skella inn fullt af myndum, endilega kíkið á þær, kem svo með fréttir fljótlega

13.04.2007 00:34

fullt af nýjum myndum

Ég var að skella inn myndaalbúmi með fullt af nýjum myndum, endilega kíkið á það. Annars er voða lítið að frétta. Páskarnir voru mjög góðir, borðuðum yfir okkur eins og svo margir...hehe Á þriðjudaginn fór ég með Alexander Óla í smá aukaviktun og haldið ekki að strákurinn sé bara orðinn 4 kíló, þyngdist um 390 grömm á innan við tvem vikum sem er sko alveg frábært. En jæja, rúmið kallar, góða nótt

 

07.04.2007 00:05

enn fleiri myndir

Afmælisbarn

Afi Matti á afmæli í dag og við óskum honum til hamingju með daginn, erum á leiðinni upp í Suðurás til að gefa honum risa afmælisknús





já það er aldeilis sem við erum dugleg núna að taka myndir og setja á netið, en eins og ég sagði um daginn þá er svo gaman að vera að þessu þegar maður sér hversu margir eru að fylgjast með og allir svo duglegir að kommenta og svona. En annars gengur allt rosa vel þessa dagana. Kári er búinn að vera að vinna aðeins í fríinu en það er búið núna svo við ætlum bara að njóta þess að vera saman. Alexander er algjör draumur, sefur vel á næturnar og borðar vel á daginn, alveg eins og þetta á að vera Myndirnar sem við vorum að setja inn sýna nokkuð vel hversu sár hann Alexander Óli getur orðið þegar hann er svangur...hehe....en endilega skoðið og haldið áframm að vera svona dugleg að láta vita að þið eruð að fylgjast með


Kveðja frá litlu fjölskyldunni

04.04.2007 00:18

fleiri myndir



Hæ hæ

Var að enda við að henda inn nokkrum myndum, endilega skoðið þær.....kem með meiri fréttir seinna, klukkan er orðin of margt núna....Góða nótt

30.03.2007 11:11

myndir :)

                                                        

Hæ hæ við vorum að skella inn nokkrum nýjum myndum. Erum búin að fá svo mikið af hrósum fyrir að vera dugleg að taka myndir og setja þær á netið svo að við reynum nú að halda því áfram  Lífið gengur sko bara vel þessa dagana, Alexander Óli dafnar vel og maður sér dagamun á honum, hann er að verða svo athugull, farinn að fylgja eftir þegar maður er að sýna honum eitthvað dót og svo brosir hann og brosir. Ég er að vísu ekki búin að ná almenilegri brosmynd af honum en við erum sko að vinna í því. Í morgun vaknaði hann brosandi...hehe Á miðvikudaginn fórum við í 6 vikna skoðun og það gekk rosa vel. Alexander er orðinn 3610 grömm og 55 cm, við förum svo í auka viktun 10 apríl því það er verið að fylgjast aðeins betur með að prinsinn okkar sé að þyngjast vel. En annars er nóg að gera um helgina, nokkrir ættingjar að norðan að koma í heimsókn og þar á meðal er STÓRfrænkan hún guðný sem er svo dugleg að kommenta hérna á síðunni okkar. Kolli frændi er að fara að ferma tvíburana sína og svo er líka ferming hjá frænku hans kára, svo það verður nóg að gera hjá okkur á sunnudaginn, sem er bara mjög gaman :) En jæja Alexander liggur hérna glaðvakandi og brosandi við hliðiná mér og ég ætla að fara að leika aðeins við hann

Eldra efni

Um mig

Faðir:

Kári Emilsson

Móðir:

Ásdís Jóna Marteinsdóttir

Um:

Ég heiti Alexander Óli Kárason og ég fæddist 16.febrúar 2007. Ég var 13 merkur og 49 cm. Ég kom svoldið fyrr en ég átti að gera en það var sko í góðu lagi því það voru allir orðnir svo spenntir að fá mig. Ég á eina stóra systir sem heitir Lísa Katrín, hún er alveg æðisleg. Pabbi minn heitir Kári Emilsson og er úr Mosó, Mamma heitir Ásdís Jóna og er úr Árbænum.

Alexander verður 4 ára

atburður liðinn í

14 ár

4 mánuði

13 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 282
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 21
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 58692
Samtals gestir: 11972
Tölur uppfærðar: 1.7.2025 08:43:10